
Inngangur
Nokia Image Frame SU-4 er aukavara sem gerir notandanum kleift að skoða
stafrænar myndir sem teknar eru eða tekið við í IrDA-samhæfum Nokia-síma eða
öðrum samhæfum tækjum. Hægt er að tengja Nokia Image Frame við tækin með
innrauða (IR) tenginu. Hægt er að setja Nokia Image Frame á borð og skoða hverja
mynd fyrir sig eða sem skyggnusýningu. Nokia Image Frame er selt með þremur
myndum í og auðvelt er að bæta við nýjum myndum úr samhæfu tæki og eyða
eldri myndum.
Lesa skal þessa notendahandbók vandlega áður en Nokia Image Frame er notað.